25.04.1924
Efri deild: 54. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1811 í B-deild Alþingistíðinda. (1258)

90. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Frsm. (Jónas Jónsson):

Jeg vildi fyrir hönd allshn. segja fáein orð um þetta mál. Nefndin hefir athugað það og komist að þeirri niðurstöðu, að rjett sje að mæla með frv. sökum þess, að hlutfallskosning er helguð sumpart með lögum og sumpart með venju í kaupstöðum yfirleitt. Telur nefndin ekki ástæðu fyrir þingið að hindra það, að minni hlutinn taki þátt í nefndarstörfum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Eins og tekið hefir verið fram af háttv. 2. þm. G.-K. (BK), þá er heilsufari eins bæjarfulltrúans svo farið, að hann hefði betra af að sitja ekki í nefndum. En úr því að hann hefir verið kosinn í bæjarstjórn, þá sje jeg ekki ástæðu til þess, að þingið verndi heilsu hans með sjerstakri löggjöf. Er ekki vafi á því, að ef sama regla yrði útfærð á öðrum sviðum, þá mundi oft koma fram sú krafa hjer á Alþingi, að hlífa mönnum frá nefndarstörfum.