07.04.1924
Neðri deild: 44. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1825 í B-deild Alþingistíðinda. (1289)

120. mál, Landhelgissjóður Íslands

Pjetur Ottesen:

Mig gleður að heyra, að það hefir ekki verið meining eða skoðun sjútvn., sem fram kom í ræðu háttv. frsm. nefndarinnar, þm. V.-Ísf. (ÁÁ), að slá á frest fyrirhuguðum framkvæmdum í landhelgisgæslumálinu allan þann langa tíma, sem eftir er þangað til sambandslagasamningurinn er útrunninn. — Slíkt nær ekki neinni átt.

Hvað því viðvíkur, að jafnmiklu fje verði varið til strandvarna á þessu ári úr landhelgissjóðnum, þá tók jeg fram mína skoðun á því í fyrri ræðu minni, og þarf engu við það að bæta.