09.04.1924
Neðri deild: 46. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1826 í B-deild Alþingistíðinda. (1291)

120. mál, Landhelgissjóður Íslands

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Samkvæmt ósk hæstv. fjrh. (JÞ) skal lýst yfir því, að meiri hl. sjútvn. fellst á, að varið sje þegar á þessu ári nokkrum hluta af tekjum landhelgissjóðs til strandvarna. Nefndin mun síðar gera stjórninni nánari grein fyrir tillögum sínum um þetta efni. Einn nefndarmaður hefir ekki getað fallist á skoðun meiri hlutans um þetta atriði.