11.04.1924
Efri deild: 46. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1833 í B-deild Alþingistíðinda. (1300)

120. mál, Landhelgissjóður Íslands

Ingvar Pálmason:

Jeg hygg, að það sje óþarfi að lengja umræðurnar. Jeg er ekki ófús á það, að málið sje athugað í nefnd. Jeg vildi aðeins geta þess um sjóðinn, að hann mun nú um 800 þús. kr., og nægði það til þess að kaupa eitt skip. Jeg held, þó að ástæður ríkissjóðs sjeu ekki góðar, þá sje þó tímabært að safna í sjóðinn og kaupa svo skip, þegar hægt er að leggja meira af mörkum. Ef við í framtíðinni tökum að okkur strandvarnirnar, þá verðum við að undirbúa fleira en skipin. Við verðum líka að ala upp menn til starfans. Jeg skal svo ekki fjölyrða um þetta; jeg geri ráð fyrir, að jeg sje ekki skilinn við málið.