26.04.1924
Efri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1835 í B-deild Alþingistíðinda. (1305)

120. mál, Landhelgissjóður Íslands

Sigurður Eggerz:

Hjer veit jeg, að ekki þýða mikið langar umr., og get jeg að mestu vísað til þess, sem jeg sagði við 1. umr. þessa máls. En jeg vil aðeins undirstrika það nú, að jeg var þá á móti því, og verð það enn, af þeirri ástæðu, að jeg er hræddur um, að það geti dregist, að við getum komið upp sjerstöku skipi til landhelgisgæslu, ef við förum að eyða af vöxtum landhelgissjóðsins nú. En landhelgisgæslan kemst aldrei í gott lag fyr en við fáum okkar eigið skip. Annars þýða hjer ekki frekari umræður.