08.04.1924
Neðri deild: 45. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1843 í B-deild Alþingistíðinda. (1322)

56. mál, atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar við alþingiskosningar

Jakob Möller:

Þetta er bersýnilega vitlaust hjá hv. 1. þm. Árn. (MT). Sá hluti nefndarinnar, er leggur á móti frv., hlýtur þó að gera grein fyrir áliti sínu. Það liggur í hlutarins eðli, svo ekki verður um deilt. Hv. þm. (MT) er auðsjáanlega gramur yfir málinu, er lá hjer fyrir seinast. Jeg var á móti málinu í heild, og kom því ekki fram með neinar brtt., en varð óhjákvæmilega sem nefndarmaður að ræða málið frá almennu sjónarmiði. Öll meðferð málsins er laukrjett.