28.04.1924
Efri deild: 56. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1848 í B-deild Alþingistíðinda. (1334)

56. mál, atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar við alþingiskosningar

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg hefi skrifað undir nál. með fyrirvara; þó ekki af því, að jeg væri eins sannfærður og hv. frsm. (JJ) um það, að ekki væri hægt að bæta úr þeim göllum, sem eru á heimakosningalögunum, en jeg hefði helst kosið, að málinu yrði vísað til stjórnarinnar. En þó mun jeg greiða atkvæði með því, að frv. nái fram að ganga.