10.04.1924
Neðri deild: 47. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1904 í B-deild Alþingistíðinda. (1368)

61. mál, bæjargjöld í Reykjavík

Frsm. minni hl. (Jón Baldvinsson):

Út af því, sem hv. frsm. meiri hl. (MJ) sagði um, að lóðarskatturinn væri eignarnám, vil jeg taka það fram, að hann er það þá engu síður eftir hans eigin tillögum. Og ef þessi skattur er eignarnám, þá eru allir eignarskattar eignarnám. Annars eru rökin, sem hv. frsm. meiri hl. bar fram, eingöngu miðuð við 2% lóðarskattinn í frv. bæjarstjórnarinnar, og öll andmæli hans miðuð við það. En jeg vil minna hv. frsm. (MJ) og aðra hv. þm. á það, að þó þessi upphæð á skattinum standi þannig í frv., hafa báðir nefndarhlutar orðið ásáttir um að lækka skattinn niður í 0,8% og 1%, svo sem bæði nál. bera með sjer, og er því óþarft að tala lengur um eignarnám á lóðum að 2/5 hlutum, og algerður óþarfi að nota það sem röksemdir gegn samþykt till. minni hlutans, því að gjaldhæðinni til er sáralítill munur á meiri- og minnihlutatillögunum.