26.02.1924
Efri deild: 6. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (1426)

29. mál, hæstiréttur

Forsætisráðherra (SE):

Jeg vil aðeins skjóta því fram, að yfir æðsta dómstól annara þjóða hvílir nokkurskonar belgi. Og vegna hennar mun lítið gert að því að hringla með slíkan dómstól, en umhleypingarandi þingsins blæs stormi um okkar unga dómstól. Hið sama má og segja um stjórnarskrána, að það er síst til þess að auka helgi hennar, að vera að hafa hana sem nokkurskonar kosningaþeytispjald.