31.03.1924
Neðri deild: 37. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2214 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

109. mál, skattgreiðslu hf Eimskipafélags Íslands

Jón Baldvinsson:

Jeg vildi aðeins gera þá örstuttu athugasemd, vegna þess hvernig á stendur, að hjer er að mínu áliti verið að svifta bæjarsjóð Reykjavíkur miklum tekjustofni, án þess, að hann fái nokkuð í staðinn, og jeg sje því síður ástæðu til þessa, þar sem svo stórt og öflugt fjelag á í hlut sem Eimskipafjelagið.