16.04.1924
Neðri deild: 52. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2241 í B-deild Alþingistíðinda. (1647)

109. mál, skattgreiðslu hf Eimskipafélags Íslands

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vildi aðeins gefa þá upplýsingu, að það er ekki rjett, sem hv. 2. þm. Reykv. (JBald) hefir nú haldið fram um fyrningu skipanna. Það liggur ekki undir umráðum aðalfundar að ákveða, hvernig afskriftunum af bókuðu eignarverði skuli hagað, heldur undir stjórn fjelagsins. Þótt tekjuafgangurinn síðast væri um 200 þúsund krónur, þá fór hann samt allur í að afskrifa skipin. Þótt ekki sje dregið frá nema sem nemur 3–6% fyrir fyrningu skipanna — sem þó mun of lágt — þá verður raunin sú, að harla lítið er eftir af rekstrarafganginum.