07.04.1924
Neðri deild: 44. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2289 í B-deild Alþingistíðinda. (1703)

84. mál, aukaútsvör ríkisstofnana

Frsm. meiri hl. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg þarf ekki að tala langt mál f. h. meiri hlutans. Flm. þessa máls, hæstv. atvrh. (MG), hefir áður gert glögga grein fyrir ástæðunum til þess, að hann bar fram þetta frv., og hefir meiri hl. nefndarinnar algerlega fallist á skoðanir hans. Við í meiri hl. höfum og gert ítarlega grein fyrir skoðunum okkar í nál., og sje jeg enga ástæðu til að fjölyrða um þær frekar. En viðvíkjandi brtt. þeirri, sem fram er komin, get jeg lýst því yfir, að meiri hl. sjer sjer ekki fært að fallast á hana, heldur leggur hann áherslu á það, að hv. deild samþykki frv. óbreytt.