09.04.1924
Neðri deild: 46. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2309 í B-deild Alþingistíðinda. (1717)

84. mál, aukaútsvör ríkisstofnana

Frsm. meiri hl. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg get lýst yfir því, eins og við 2. umr., að meiri hluti nefndarinnar getur ekki fallist á að skattleggja útibú ríkisstofnananna. Sú greiðsla, er við fjellumst á, átti samkvæmt okkar skoðun að vera uppbót fyrir slit á tækjum, fyrir notkun á þeim, en ekki sem aukaútsvar. Þótt jeg sje ekki að hafa á móti því, að þetta kunni að vera rjett í sjálfu sjer, að útibúin greiði eitthvað, þá álít jeg ekki rjett að fara í þennan eltingaleik við verslunarstofnanir ríkissjóðs, sjerstaklega þar sem bæjarfjelögin utan Reykjavíkur hlýtur að muna ákaflega lítið um þetta.