09.04.1924
Neðri deild: 46. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2309 í B-deild Alþingistíðinda. (1718)

84. mál, aukaútsvör ríkisstofnana

Sigurjón Jónsson:

Jeg vil benda háttv. 2. þm. Árn. (JörB) á, að það getur ekki náð neinni átt, að Reykjavíkurbær taki gjöld af þeirri steinolíu, sem seld er á Ísafirði. Þar er meira notað af steinolíu en víðast annarsstaðar, og þó enn meira lagt þar upp en notað er þar, t. d. olía til Húnaflóa. Jeg get ekki skilið, hvaða rjett Reykjavík hefir til afnotagjalds fyrir þá steinolíu, sem auðvitað kemur þangað aldrei. Það þýðir ekkert að mæla á móti því, að rjett er, að útibú gjaldi skatt þar, sem þau eru rekin.