06.05.1924
Efri deild: 64. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2326 í B-deild Alþingistíðinda. (1748)

84. mál, aukaútsvör ríkisstofnana

Frsm. (Eggert Pálsson):

Eins og háttv. þdm. muna, var þessu frv. breytt nokkuð hjer í deildinni síðast er það var hjer á ferðinni. Ein af breytingunum var hækkun hundraðstölunnar. Hv. Nd. hefir ekki getað fallist á þessa hækkun, en hefir aftur á móti sætt sig við breytingar á máli og orðfæri, þar sem augljóst var, að betur mátti fara.

En þrátt fyrir það, þótt vilji Ed. hafi ekki allur náð hjer fram að ganga, leggur meiri hl. allshn. til, að frv. Verði samþykt hjer eins og það nú liggur fyrir.