03.03.1924
Neðri deild: 13. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í C-deild Alþingistíðinda. (1797)

9. mál, hjúalög

Pjetur Ottesen:

Jeg vil benda á það í sambandi við þessa tillögu um að leita álits sýslunefnda í þessu máli, að eins og tekið hefir verið fram, lá málið fyrir á síðasta þingi. Nú hafa farið fram nýjar kosningar milli þessara þinga, og því gefist ágætt tækifæri til þess fyrir kjósendur að láta til sín heyra um þetta mál, ef sjerstakur áhugi hefði verið fyrir því. En mjer er ekki kunnugt um, að neinar tillögur hafi komið fram í þá átt á þingmálafundum, hvorki fyrir kosningar nje síðan, að hjúalögunum yrði breytt.