06.03.1924
Efri deild: 12. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í C-deild Alþingistíðinda. (1831)

44. mál, afnám kennarastóls í klassískum fræðum

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vildi aðeins leyfa mjer að mótmæla ummælum háttv. 5. landsk. um hjeraðslækninn á Seyðisfirði. Eru það bæði ódrengilegar og svívirðilegar aðdróttanir um fjarstaddan heiðursmann, sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sjer, og þinginu til vansæmdar. Furðar mig á því, að forseti skuli eigi hafa vítt þessa framkomu þm. Og jeg skal taka það fram, að maður sá, er þm. þessi á við, er drengur mun betri en þm. sjálfur, og jeg efast ekki um, að hann gefur aðeins þau vottorð, sem hann getur staðið við.