11.03.1924
Neðri deild: 20. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í C-deild Alþingistíðinda. (1840)

57. mál, veð

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Allshn. hefir nú athugað þetta frv. og leggur til, eins og nál. ber með sjer, að það verði samþykt óbreytt. Breyting sú á núgildandi lögum um veð, sem frv. fer fram á, er í því falin, að mönnum gefist kostur á að veðsetja nokkuð af búpeningi með jörðum, þegar óskað er eftir fasteignaláni. Eftir núgildandi lögum er það mjög takmörkum bundið. En ef þessi breyting nær fram að ganga, ætti að vera unt að veðsetja bústofn, ef óskað er, og að því leyti sem banki telur ráðlegt.

Nefndin hefir leitað álits manna, er um peningamál fjalla, og er það álit þeirra, að það sje hagur fyrir bændur, að lögunum sje breytt í þessa átt. Jeg held, að það leiði engin óþægindi af þessari breytingu, heldur sje það til bóta, og er það tillaga nefndarinnar, að frv. verði samþykt óbreytt. Fjölyrði jeg svo ekki um þetta. Málið liggur svo ljóst fyrir, að það er óþarft.