19.03.1924
Efri deild: 23. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í C-deild Alþingistíðinda. (1917)

65. mál, Alþingistíðindi, niðurfelling umræðuparts

Frsm. minnihl. (Jónas Jónsson):

Jeg vil þá nota tækifærið til þess að mótmæla þessari röksemdafærslu háttv. þm. Seyðf. (JóhJóh), því að jeg hefi berlega sýnt fram á, að þessa sparnaðar hefir ekki verið gætt. Og síðan þingmönnum var fjölgað úr 36, hefir starfsmönnum verið fjölgað að miklum mun, þó að störfin hafi ekki aukist að sama skapi. Þar með hefir þó ekki aukist skjalavarsla o. fl., sem beinlínis hefir þó verið aukið við síðan.

Jeg vonast nú eftir, að þessar athugasemdir mínar verði teknar til greina á næsta þingi.