27.03.1924
Efri deild: 30. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í C-deild Alþingistíðinda. (1955)

21. mál, stjórnarskipunarlög

Forsætisráðherra (JM):

Það er aðeins leiðrjetting á einu atriði í ræðu hv. 1. þm. Eyf. (EÁ), þar sem hann sagði, að jeg hefði gefið í skyn. að þessar till. væru fleygar. Jeg gaf í skyn, að samskonar till., sem komu fram í Nd. í fyrra, hefðu verið fleygar, en um þessa till. hefi jeg ekkert sagt í þessa átt, og ætla ekki að geta neins til um það.