27.03.1924
Efri deild: 30. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í C-deild Alþingistíðinda. (1964)

21. mál, stjórnarskipunarlög

Einar Árnason:

Það var eitt atriði í ræðu hv. 1. þm. Rang. (EP), sem jeg get ekki látið ómótmælt. Það var út af brtt. okkar hv. þm. A.-Húnv. (GÓ). Hv. þm. sagði, að með þessu væri verið að koma aftan að þjóðinni. Jeg vil benda hv. þm. á það, að samkvæmt stjórnarskránni verður að leggja þetta undir atkv. þjóðarinnar, áður en málið er afgert til fulls, og með því fær hún full tök á því að láta vilja sinn í ljós, um þetta atriði. Þetta er því haldlaus mótbára hjá hv. þm.