31.03.1924
Neðri deild: 38. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í C-deild Alþingistíðinda. (2026)

87. mál, einkasala á tóbaki

Atvinnumálaráðherra (MG):

Hv. 3. þm. Reykv. (JakM) spurði um það, af hverju ekki væru eins veitt lán út um land eins og hjer í Reykjavík. Það er að vísu ekki í mínum verkahring að svara þessu, heldur forstjóra landsverslunarinnar, en jeg get þó sagt háttv. þm., að það stafar af því, að það eru erfiðari allar innheimtur úti um land en hjer, en hjer borga menn vikulega af þessum skuldum. Og ef hv. þm. heldur, eins og hann ljet í veðri vaka áðan, að jeg hafi haft mikið fje upp úr innheimtu slíkra skulda og vilji því ekki hætta einkasölunni, þá get jeg sagt honum, að honum skjátlast stórlega, því jeg hefi ekki fengið einn eyri fyrir neina slíka innheimtu, eins og hann gæti vel ráðið af þessu.

Háttv. þm. kvað það vera rugl, sem jeg vitnaði í áðan í Þingtíðindunum. Það hefir þó til þessa þótt gott til stuðnings málstað sínum að geta vitnað í þau. Eður því mótmælti hv. þm. þessu ekki á þingi. Hann var þá viðstaddur, og hefði átt að hafa einurð til þess, þá eins og nú.

Það var annars á háttv. þm. að heyra, að hann teldi alla sósíalista, nema sig einan — og fer það þó einnig að verða vafasamt um hann, ef rök hans eru krufin til mergjar. Það var á honum að skilja, að ekki megi hafa haft á neinum hlut, án þess að þær væri sósíalismi á ferðinni. En þá ætti ekki heldur að mega tolla vörur, því það spillir auðvitað fyrir versluninni, og ekki mætti þá heldur hafa sölubann á neinum hlut, því einnig það er versluninni tap. — Jeg vil annars ekki vera að fara lengra út í að rekja rökvillur hv. þm. Það er hvort sem er útsjeð um forlög frv., sem hv. þm. hefir í upphafi gengið svo frá, að það hlaut að vera borið til dauða en ekki lífs.