21.03.1924
Neðri deild: 29. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í C-deild Alþingistíðinda. (2040)

91. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Forsætisráðherra (SE):

Þetta frumvarp er þung árás á alþýðumentunina í landinu. Hinar nýju, þungu kvaðir, sem með því eru lagðar á bæja- og sveitarfjelögin, vekja ákveðna andúð á móti alþýðumentuninni. Verður þess yfirleitt ekki dulist, að í þessu frv. felst mikil árás á kennarastjett landsins. Það er enda gert hreint kapphlaup að því að segja kennurunum upp stöðum þeirra og losna við þá.

Á því leikur enginn vafi, að harla óeðlilegt væri, að skólanefndirnar segðu kennurunum upp. Sama valdið, sem skipar menn í stöðuna, á auðvitað að leysa menn frá þeim; þetta tók líka hv. frsm. (MG) fram.

Það var aðeins þessi stutta aths., sem jeg vildi gera, og þar sem jeg er nú að yfirgefa stjórnarsessinn, tel jeg þetta nægja. Enda mun hin nýja stjórn sjálfsagt fá tækifæri til að taka afstöðu til þessa máls.