03.04.1924
Efri deild: 38. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 462 í C-deild Alþingistíðinda. (2090)

91. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Sigurður Eggerz:

Jeg mun láta mjer nægja að segja í þessu máli aðeins örfá orð við þessa umr.

Jeg álít það mjög varhugavert að leggja þessar greiðslur á bæjar- og sveitarfjelögin. Mun það skapa mikla óánægju og tilhneigingu til þess að losa sig við sem flesta kennara. Þó tímarnir sjeu örðugir, megum vjer ekki vera án menningarinnar. Í því liggur hinn mikli kraftur menningarinnar, að enginn eins og hann drepur niður stjettamismuninn og færir menn nær hver öðrum.

Með þessu frv. er lagður grundvöllur til þess, að þeir fátæku munu eiga örðugt með að láta menta börn sín, en þeir ríku geta auðvitað altaf sjeð sínum börnum fyrir fræðslu.