07.04.1924
Efri deild: 42. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 695 í B-deild Alþingistíðinda. (212)

1. mál, fjárlög 1925

Jóhannes Jóhannesson:

Fjárlagafrv. kemur talsvert fyr til þessarar hv. deildar en átt hefir sjer stað undanfarið, og er það hv. fjvn. Nd. og þeirri hv. deild til sóma.

Sem formaður fjvn. þessarar hv. deildar vil jeg taka það fram, að nefndin hefir fullan vilja á að hraða fjárlögunum svo, að þingið þurfi ekki þeirra vegna að standa lengur yfir en nauðsynlegt er vegna annara mála. Jeg vil einnig taka það fram fyrir hönd nefndarinnar, að henni er fullkunnugt um, hvernig fjárhag vorum er komið, og mun taka fult tillit til hans í meðferð málanna, eftir því sem fært er.