15.02.1924
Sameinað þing: 1. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

Rannsókn kjörbréfa

Magnús Guðmundsson:

Mjer skildist helst á háttv. 2. þm. Reykv. (JBald), að hann áliti, að þessar mútusögur hans væru á rökum bygðar. En eins og jeg hefi áður tekið fram, leiddi rannsóknin í ljós, að þær voru tilhæfulausar. Og væri nú farið að rannsaka þetta, myndi hið sama verða uppi á teningnum, að ekkert yrði upplýst. Annars hefi jeg ekkert á móti rannsókn um þessar mútusögur, en aðeins vegna óstaðfestra sagna getur vitaskuld ekki komið til mála að ónýta kosninguna.