12.03.1924
Efri deild: 17. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í C-deild Alþingistíðinda. (2225)

77. mál, seðlaútgáfuréttur ríkisins

Flm. (Björn Kristjánsson):

Það er gott að heyra skýringu hæstv. fjrh. á því, hvað stjórnin hefir gert í þessu máli. En þar eð hann finnur að því við mig, að jeg hafi sagt, að stjórnin hafi ekkert gert, þá er það ekki rjett, að jeg hafi sagt það, heldur talaði jeg aðeins um það, að stjórnin hefði enn eigi komið fram með frv. í málinu. Annars er ekki nema gott að heyra það, að fleiri hafa hugsað um málið en jeg, og það væri best, að sem flestir gerðu það.

Hitt, að tala um hina fráförnu stjórn, það var alveg rjett hjá mjer í þessu sambandi, því stjórnin hefir þegar sagt af sjer, og getur því ekki komið með fleiri frv., eða það eru að minsta kosti engin dæmi þess í þingsögunni, að stjórn hafi komið fram með frv. eftir að hún hefir sagt af sjer.