01.04.1924
Efri deild: 36. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í C-deild Alþingistíðinda. (2246)

112. mál, niðurfall nokkurra embætta

Forsætisráðherra (JM):

Það gætir nokkurs misskilnings hjá hv. 1. þm. Eyf. (EÁ) í þessu efni. Það væri rjett, ef aðeins væri um aðstoðarmenn að ræða. En það er í frv. talað um fastan aðstoðarmann, og getur einnig verið um aðra aðstoðarmenn að tala. Ef þingið skipaði svo fyrir, að eigi skyldi fá vegamálastjóra aðstoðarmann um tíma, þá væri sjálfsagt hægt að framkvæma það. En jeg tel það óheppilegt, að þetta ákvæði skuli standa í lögunum, en það hefir líklegast verið í þeim síðan þau fyrst voru samin. Mig minnir, að núverandi vegamálastjóri hafi áður verið aðstoðarmaður hjá þeim fyrverandi.