14.03.1924
Neðri deild: 23. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 659 í C-deild Alþingistíðinda. (2277)

39. mál, kosningar til Alþingis

Jón Þorláksson:

Það var aðeins stutt aths. út af því, sem hjer hefir verið talað um tímatakmark fyrir því, hvenær kjörskrár gangi í gildi. Jeg tel rjett að láta umræður um það falla niður, þangað til sjest, hvort kjördagur verður færður eða ekki. Verði hann ekki færður, þá er hitt fallið um sjálft sig. En annars skal jeg lofa því, fyrir hönd nefndarinnar, að þetta skuli athugað fyrir 3. umr., verði færsla kjördagsins samþykt.