08.03.1924
Neðri deild: 18. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í C-deild Alþingistíðinda. (2324)

54. mál, vinnutími í skrifstofum ríkisins

Magnús Jónsson:

Jeg skal ekki ræða neitt um frv. þetta að þessu sinni, og er mjer enda meinlaust við, að það fái að íhugast í nefnd. En jeg vil aðeins leyfa mjer að skjóta þeirri spurningu til hv. flm. (ÞórJ), hvort hann ætlist til, að skrifstofur þær, sem frv. fjallar um, sjeu opnar til afgreiðslu 8 st. daglega. Jeg skil frv. svo, að ástæðan fyrir því sje sparnaður við mannahald, og væri þá þetta mjög óheppilegt ákvæði, því erfitt er að vera fastur við vinnu meðan skrifstofan er opin til afgreiðslu. Mjer er ekki ljóst, hvern skilning hv. flm. leggur inn í ákvæði frv. um þetta, og þætti því vænt um, að hann upplýsti það nú.