14.04.1924
Neðri deild: 50. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í C-deild Alþingistíðinda. (2365)

54. mál, vinnutími í skrifstofum ríkisins

Forsætisráðherra (JM):

Það var út af trausti því, sem hv. þm. Str. (TrÞ) ber til stjórnarinnar, og vill, að lýst verði yfir, sem jeg vil segja fáein orð.

Það stóð víst í dagskránni, sem fram kom við 2. umr. þessa máls, „í trausti þess“, o. s. frv., að stjórnin geri eitthvað, sem er hið sama og vonast sje eftir, að stjórnin geri einhver ákveðin verk.

En í því felst í sjálfu sjer ekkert traust. En nú segir hv. þm. Str. (TrÞ), að þetta beri að skilja sem traust til stjórnarinnar, og hefir henni því bæst einn stuðningsmaður enn í hv. deild, sem ráðuneytið hafði ekki beint reiknað með.