08.03.1924
Neðri deild: 18. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 914 í C-deild Alþingistíðinda. (2432)

40. mál, útflutningur hrossa

Magnús Guðmundsson:

Þar sem svo stendur á, að lög þau, sem frv. þetta er samhljóða, gengu úr gildi í des. 1923, og frv. því aðeins borið fram til að fá álit þingsins um það, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar, hvort ábyrgð skuli komið fram gegn stjórninni, þá ætti það í raun rjettri aðeins að ganga til 3. umr. og takast síðan aftur. Hefir líkt staðið á áður, og þá þessari venju verið fylgt. Hitt virðist óþarfi, að láta fara fram 6 umr. í báðum deildum um mál, sem í raun og veru er ekki ætlast til að gangi fram, og er þýðingarlaust, að gangi fram. Tilætlunin er hvort sem er ekki önnur en sú, að vita, hvort ábyrgð skuli komið fram á hendur stjórninni eða ekki. Jeg legg því til, að frv. verði samþ. nú, en ekki tekið aftur á dagskrá.