06.03.1924
Neðri deild: 16. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 972 í C-deild Alþingistíðinda. (2483)

34. mál, sendiherra í Kaupmannahöfn

Jakob Möller:

Jeg vildi gera stutta athugasemd við ræðu háttv. þm. Borgf. (PO). Hann var að gefa upplýsingar um upptök þessa máls, sem jeg verð að telja, að ekki sjeu rjettar. Mjer er fullkunnugt um það, að Sveinn Björnsson tók við embættinu gegn ákveðnu loforði stjórnarinnar um það, að launin yrðu hækkuð. (MG: Það er ekki satt!) Jú! Á þingi 1921 flutti jeg svo breytingartillögu þess efnis, og bygði hana á þessu loforði stjórnarinnar, sem og studdi þá tillögu. Nú lætur háttv. þm. Borgf. (PO) í veðri vaka, að þessi krafa Sveins Björnssonar hafi komið öllum óvart. En hún var borin fram í fullu samráði við stjórnina, og háttv. 1. þm Skagf. (MG) mælti eindregið með því, að launin yrðu hækkuð, bæði á þingi 1921 og 1922.