01.05.1924
Neðri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í C-deild Alþingistíðinda. (2604)

42. mál, einkasala á áfengi

Frsm. 1. hl. (Ágúst Flygenring):

Jeg hefi komið hjer fram með dálitla brtt., sem er í því fólgin, að ef ekki gefst kostur á hæfum manni til að taka að sjer bæði vínverslunina og lyfjasöluna, þá geti stjórnin falið forstjóra landsverslunarinnar vínverslunina og skipað sjestakan mann til að annast lyfjasöluna og þau störf, sem henni fylgja. Núverandi forstjóri landsverslunarinnnar hefir nú lýst yfir því, að hann telji það talsverðum erfiðleikum bundið að hafa saman vínsöluna og lyfjasöluna. Kveðst hann hafa skipað svo störfum við landsverslunina, að enginn sparnaður myndi að verða, að þessu tvennu yrði demt þangað.

Þessi brtt. mín er til þess fram komin að ráða bót á þessu, ef svona færi. En jeg skal þó taka það fram, að hjer er ekki um neitt sjerstakt kappsmál að ræða frá minni hálfu.