01.05.1924
Neðri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í C-deild Alþingistíðinda. (2610)

42. mál, einkasala á áfengi

Fjármálaráðherra (JÞ):

Hv. 3. þm. Reykv. (JakM) hefir ekki neina ástæðu til þess að ætla, að stjórnin leggi á móti þessu frv. Þvert á móti. Jeg hefi lýst því yfir, fyrir mitt leyti, að mjer er áhugamál, að 2. gr. frv. sje samþykt.

Um hina gr. frv. skiftir ekki eins miklu máli, enda ýmsir óánægðir með hana. Og ummæli mín, sem hv. 3. þm. Reykv. gat um viðvíkjandi brtt., eru á því bygð, að jeg tel meiri líkur til þess, að frv. gangi þannig fram. En þó alls ekki vonlaust.

Hvað hitt snertir, að stjórnin eigi ekki skilið að fá tekjuauka, þá veit jeg, að hv. þm. (JakM) kann svo vel að greina milli stjórnar og ríkissjóðs, að hann gat vel sparað sjer þau ummæli. Því hversu illa sem hann treystir stjórninni, þá veit hann, að ríkissjóður hefir fulla þörf á þeim tekjum, sem hann getur fengið.