08.04.1924
Neðri deild: 45. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1209 í C-deild Alþingistíðinda. (2675)

30. mál, þingfararkaup alþingismanna

Pjetur Þórðarson:

Jeg skal kannast við það, að strax, þegar jeg sá frv. þetta, þá varð mjer ljóst, hvern veg jeg myndi snúast við því. En mjer leist svo á, að jeg myndi vera nokkuð einn um skoðun mína, og því hefi jeg leyft mjer að bera fram brtt. á þskj. 41, til að bæta ofurlítið úr skák fyrir mönnum utan af landi, sem frv. kom þyngst niður á. Jeg er nefnilega þeirrar skoðunar, að það sje mjög vanhugsað og tæplega gerlegt að áætla dagkaup þm. svo lágt, að einungis þeir geti sótt þing, sem annaðhvort eiga hjer heima eða eru svo efnum búnir, að þeir geti greitt með sjer úr eigin vasa. Þarf jeg væntanlega ekki að skýra nánar, hvað jeg á við. — Nú aftur á móti, þar sem hv. 1. hl. nefndarinnar hefir komist að líkri niðurstöðu og jeg, hvað snertir mismun á dagpeningum þm., sem heimili eiga í bænum, og þeirra, sem eru aðkomandi, þá leyfi jeg mjer að taka till. mína aftur, því hún er þá orðin þarflaus.

Frekari grein fyrir þessum afskiftum mínum af málinu býst jeg ekki við að þurfa að gera, en mun greiða atkv. móti því að lokum.