05.05.1924
Neðri deild: 63. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í C-deild Alþingistíðinda. (2740)

83. mál, fátækralög

Jón Baldvinsson:

Jeg vil aðeins mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki á dagskrá næsta fundar, sem á að vera í kvöld, 4. málið á dagskránni í dag, sem er frv. til 1. um viðauka við og breytingu á fátækralögunum 10 nóv. 1905.

2. umr. þess máls var frestað á dögunum, af því hæstv. atvrh. (MG) ljet í ljós, að hann væri fús til að ræða og vinna að brtt. að frv. Nú er komin fram brtt., sem hann er að minsta kosti samþ., hvað orðalag snertir, og vænti jeg því, að málið fái að koma á dagskrá.