05.05.1924
Neðri deild: 63. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1265 í C-deild Alþingistíðinda. (2744)

83. mál, fátækralög

Forseti (BSv):

Jeg kannast við það, að hjer er um stórmál að ræða, en sá er munurinn á þessu máli og því, sem nú er verið að afgreiða, að því síðarnefnda mun allur þingheimur fylgja því nær einhuga, en svo er ekki um hitt. En auðvitað getur deildin neytt valds síns til þess að taka málið fyrir á næsta fundi, og haft um það langar umræður, en slíkt tel jeg gagnslaust, þar sem ekki mun hægt að afgreiða það á þessu þingi. Tek jeg málið því ekki á dagskrá.