05.05.1924
Neðri deild: 64. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1265 í C-deild Alþingistíðinda. (2745)

83. mál, fátækralög

forseti (BSv):

Mjer hefir borist frá nokkrum hv. þm. svohljóðandi áskorun:

„Undirritaðir þingmenn skora hjer með á hæstv. forseta Nd. Alþingis að skjóta á nýjum fundi í deildinni í dag, að loknum fundi þeim, sem hefst kl. 5 síðdegis, og taka sem fyrsta mál á dagskrá þess fundar frv. til laga um viðauka við og breytingu á fátækralögum 10. nóv. 1905 (118, n. 229 og 244, 482) til frh. 2. umr.

Alþingi 5. maí.

Jón Baldvinsson,

Jakob Möller,

Jörundur Brynjólfsson,

Tryggvi Þórhallsson,

Bjarni Jónsson,

Klemens Jónsson,

Ásgeir Ásgeirsson.“

Jeg mun fara að áskorun þessari og skjóta á fundi þegar að loknum þessum fundi. Verður þá leitað atkvæða um, hvort þetta mál verði tekið á dagskrá, samkv. 43. grein þingskapa, og í öðru lagi lýst dagskrá fundar á morgun.