02.04.1924
Neðri deild: 40. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1288 í C-deild Alþingistíðinda. (2780)

115. mál, varnir gegn berklaveiki

Flm. (Klemens Jónsson):

Hv. 3. þm. Reykv. (JakM) sagði, að þetta frv. gengi í þveröfuga átt við berklalögin frá 1921. En þau, lög gengu einmitt í öfuga átt að því leyti, að þau gáfu öllum kost á ríkishjálp, hvort sem þeir þurftu hennar með eða ekki. Vegna þeirra ummæla hv. 3. þm. Reykv. (JakM), að berklaveikisnefndinni hafi ekki verið kunnugt um þetta mál, skal jeg geta þess, að þetta, frv. var sent landlækni fyrir nokkrum mánuðum, og lá lengi hjá honum, og geri jeg ráð fyrir, að allir nefndarmenn hafi átt kost á að sjá það þar, enda, hefir mjer verið sagt, að svo hafi verið gert.