02.04.1924
Neðri deild: 40. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1289 í C-deild Alþingistíðinda. (2781)

115. mál, varnir gegn berklaveiki

Jakob Möller:

Jeg get fullyrt, að þetta er ekki rjett hermt, því að í morgun hringdi Magnús Pjetursson bæjarlæknir til mín og spurði mig, hvort frv. væri fram komið, og gat jeg ekki skilið það öðruvísi en svo, að hann vissi ekkert um það, þótt þetta kunni, að vera misskilningur hjá mjer. En þar sem hv. þm. Rang, (KlJ) sagði, að berklalögin frá 1921 gengju í öfuga átt, er því til að svara, að berklavarnir eru fyrst og fremst hafðar vegna hinna heilbrigðu meðlima þjóðfjelagsins, en ekki, vegna sjúklinganna sjálfra. Sjúklingarnir verða þess vegna fyrir ýmiskonar höftum og ófrelsi, og virðist ekki rjett að bæta ofan, á það kostnaðinum, sem af veikinni leiðir, kostnaði, sem stofnað er til vegna annara fyrst og fremst. Það er, heildin, sem er að verja sig, og hún á sjálf að bera kotsnaðinn af þeim ráðstöfunum.