29.04.1924
Neðri deild: 58. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1010 í B-deild Alþingistíðinda. (285)

1. mál, fjárlög 1925

Bjarni Jónsson:

Það eru nokkur orð utan dagskrár, sem jeg vildi leyfa mjer að skjóta fram. Hæstv. forseta og háttv. þingmönnum er kunnugt, að jeg sit nú í fyrsta sinni á þingmannabekk um langa hríð, sökum þess, að jeg er nýstaðinn upp úr legu. Treysti jeg mjer því ekki til að taka fjárlaganótt, svo sem venja er. Hinsvegar á jeg allmargar brtt. og vildi gjarnan geta tekið þátt í umræðunum, og vildi jeg því leyfa mjer að mælast til, að málið verði tekið út af dagskrá og umræðunni frestað til morguns. Vænti jeg þess, að menn afsaki, hvort sem þeim er betur eða ver við tillögur mínar, að jeg vil gjarnan taka þátt í umræðum og nota þingmannsrjett minn, þó að jeg treysti mjer ekki að sitja lengur nú að sinni.