17.03.1924
Neðri deild: 25. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (2865)

78. mál, kennsla heyrnar og málleysingja

Jón Baldvinsson:

Fjvn. er auðvitað svo voldug hjer í þinginu, að það má búast við, að þessi tillaga hennar verði samþykt. En fyrirspurn minni hefir hv. þm. (TrÞ) enn þá ekki svarað. Og það kalla jeg að kasta höndum til þessa máls, að rannsaka ekki, hvað til þess bar, að skólinn var fluttur úr sveit til Reykjavíkur. Jeg efa ekki, að áhrif af sveitalífinu yrðu börnunum holl, en mjer er ekki heldur betur kunnugt en að þau sjeu send í sveit að sumrinu, og læra þá auðvitað um leið algenga sveitavinnu. Hinsvegar tek jeg undir það með hv. 4. þm. Reykv. (MJ), að skemtilegra sje fyrir þessa menn að eiga heima í kaupstað. Þar geta þeir hitt hver annan og fjöldi þeirra hefir líka unnið einhverja iðn, sem þeir geta lifað af sjálfstæðu lífi, en erfiðara mundi reynast, ef heima ættu í sveit.