29.03.1924
Efri deild: 32. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í D-deild Alþingistíðinda. (2881)

110. mál, sparnaður við starfrækslu ríkisrekstrarins

Jóhannes Jóhannesson:

Ef jeg man rjett, þá voru liðnar 4 vikur af þingtímanum, þegar þessu máli var vísað til fjvn. Síðan hún fjekk málið til meðferðar er því alls ekki liðinn langur tími, og nefndin hefir haft ýmsu að sinna og ekki von, að hún hafi afgreitt í flaustri mál eins og þetta. Jeg mótmæli því algerlega, að um nokkum drátt hafi verið að ræða af nefndarinnar hálfu. Tíminn hefir farið í það hjá nefndinni að ræða um málið og koma sjer saman um einstök atriði þess, því samkomulagið var yfirleitt ekki gott. Annars þarf jeg enga afsökun að færa fram fyrir nefndarinnar hönd.

Hv. þm. (JJ) sagði, að ekki væri mikið að gera í fjvn., og að sjer væri kunnugt um það, því hann hefði verið í henni í fyrra. En það var víst aðallega hv. þm (JJ) sjálfur, sem lítið gerði í nefndinni, því að hann kom ekki á nærri alla fundi nefndarinnar, og á þeim fundum, sem hann var, var vera hans þar mjög stopul. Jeg neita því þess vegna algerlega, að um nokkurn óþarfan drátt sje að ræða hjá nefndinni, og hv. 5. landsk. (JJ) hefir enga ástæðu til að ásaka nefndina fyrir slíkt.