25.04.1924
Neðri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (2916)

131. mál, slysatryggingar

Flm. (Jón Baldvinsson):

Að því er snertir flutning málsins, þá var það tilætlunin, að stjórnin flytti það. Þótt of seint yrði að senda það út, þá gæti stjórnin samt lagt það fyrir þingið með sínu áliti um málið. Mun sjálfsagt ekki verða neinn vandi fyrir hana að fá þm. til að bera það fram, ef það yrði of seint fyrir til að geta komið fram sem stjórnarfrv.