01.05.1924
Neðri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í D-deild Alþingistíðinda. (2957)

136. mál, skattur af heiðursmerkjum

Björn Líndal:

Jeg lít svo á, að verði þessi till. framkvæmd og skattur lagður á heiðursmerki, þá sje stefnt til þess, að hinum efnaðri mönnum einum sje fært að þiggja þau, en ekki þeim fátækari. En það er oft ekki síður ástæða til að sæma menn, þótt fátækir sjeu. Jeg er því mótfallinn till. og lögum um þetta efni.