01.05.1924
Neðri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í D-deild Alþingistíðinda. (2966)

136. mál, skattur af heiðursmerkjum

Hákon Kristófersson:

Jeg hafði ætlað, að annað þarfara mundi vera að gera á lokadögum þingsins en að ræða um jafnlítilsvert mál eins og þetta. Jeg sat á þingi, þegar þetta mál var fyrst til umræðu, og minnist jeg þess, að þá var gert ráð fyrir, að orðan skyldi mest notuð til að sæma þá útlendinga, er sjerstaklega þætti ástæða til að heiðra, en þó mætti í einstöku tilfellum veita hana hjerlendum mönnum. Þess er ekki að dyljast, að mjer og mörgum öðrum hefir þótt fara furðu mikið fyrir þessum heiðursmerkjum og krossahjegóma hjer innanlands, og hefi jeg ekki getað áttað mig á því, fyrir hvað þau voru veitt, að minsta kosti í sumum tilfellunum. En þar sem jeg tel rjett að láta nú að sinni sitja við svo búið, vil jeg leyfa mjer að bera fram enn eina tillögu, svo að það verði sú fjórða, sem fyrir Uggur. Hún er á þá leið, að þessu máli sje vísað til stjórnarinnar.