01.05.1924
Efri deild: 59. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í D-deild Alþingistíðinda. (2984)

143. mál, Landspítalamálið

Flm. (Ingibjörg H. Bjarnason):

Hv. 5. landsk. (JJ) hefir gert ítarlega grein r fyrir því, hve miklu ódýrari landsspítalinn yrði í rekstri, ef samningar tækjust með ríkinu og bæjarstjórn um heita vatnið í Laugunum, svo jeg þarf ekki að fara frekar út í það. Jeg vil því aðeins taka það fram, að það er alveg nýtt fyrirbrigði hjer á hinu háa Alþingi, ef mönnum vex svo mjög í augum talan 100000–150000 kr. En bygging landsspítalans er svo mikilsvert mál, og það stendur svo sjerstaklega vel á að koma henni í framkvæmd einmitt nú, og verði því ekki sint nú. Þá er það eitthvað annað, sem stendur fyrir framkvæmdum en kostnaður sá sem gert er ráð fyrir, að líkissjóður taki á sig.

Í sambandi við það, sem hæstv. fjrh. (JÞ) sagði um kostnaðinn, vil jeg taka það fram, að það kemur mjer undarlega fyrir sjónir, þegar veittar hafa verið 75000 kr. til spítala á Ísafirði, ef þá þykir ófært að veita á næstu árum um 100 þús. kr. til landsspítala. Það er máske of mikið að segja, að þetta sje hreppapólitík, en það virðist þó að minsta kosti vera eitthvað bogið við það.