02.05.1924
Efri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í D-deild Alþingistíðinda. (2996)

143. mál, Landspítalamálið

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vil vekja athygli á því, að það er þáltill., sem hjer liggur fyrir, en hæstv. forsrh. (JM) hefir lýst yfir því, að stjórnin telji ekki þingsályktanir næga heimild til þess að borga fje úr ríkissjóði. Jeg lít því svo á, að í tillögu þessari felist einungis áskorun til stjórnarinnar, um að taka fjárveitingu í þessu skyni upp í næsta fjárlagafrv., og yfirleitt um að flýta málinu. Með þessari skýringu greiði jeg tillögunni atkvæði.