02.05.1924
Neðri deild: 61. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í D-deild Alþingistíðinda. (3012)

135. mál, rýmkun landhelginnar

Ágúst Flygenring. Jeg vil aðeins geta þess, til þess að koma í veg fyrir misskilning, að þegar Moray-flói var friðaður fyrir botnvörpuveiðum, þá voru ekki aðrar þjóðir, sem slíkar veiðar stunduðu, en Englendingar sjálfir.

Enda fundu þeir fyrstir upp þá veiðiaðferð að fiska með „trawl“. Og þótt aðrar þjóðir hafi tekið þá aðferð upp eftir þeim, þá má þó svo að orði kveða, að þeir hafi verið einir um þessa friðun heima fyrir, enda eiga þeir langsamlega stærstan botnvörpuskipaflota enn í dag. Það er því ósköp eðlilegt, þótt þetta bann um veiðarnar í Moray-flóa hafi ekki verið numið úr lögum á Englandi ennþá.